UM OKKUR

Búnaður er netverslun þar sem þú getur keypt og leigt útilegubúnað. Búnaður byggir á rekstrargrunni til 11 ára í útilegubúnaði, þar sem útilegubúnaður hefur verið seldur, leigður og viðhaldið á sérútbúnu verkstæði. Pantanir yfir 18.000kr  sendum við frítt heim til allra á höfuðborgarsvæðinu. Leiguvörur eru sóttar í verslun okkar á BSÍ Umferðarmiðstöð, 101 Reykjavík.
 
Áhersla er lögð á vandaðar nýjar vörur frá þekktum vörumerkjum, vörur sem munu standast allskonar íslenskt sumarveður, s.s. Vango tjöld, svefnpoka, dýnur & göngubúnað, Coleman vörur, GriSport gönguskó og ýmiskonar Primus vörur fyrir eldamennsku út í náttúrunni.

Leiga á notuðum útilegubúnaði hefur verið okkar stolt síðustu árin, enda tvinnast slík leiga saman við okkar sérfræðiþekkingu á útilegubúnaði og reksturs sérútbúins verkstæðis fyrir útilegubúnað. Í flokknum Leiga á Búnaður.is er að finna búnað, s.s. tjöld, svefnpoka og dýnur o.fl. sem hafa verið í eigu okkar rekstrar frá fyrsta notkunardegi viðkomandi vöru og því hefur varan verið yfirfarin og viðhaldið af okkar eigin fagmönnum. Allur notaður búnaðar sem leigður er á síðunni er í mjög góðu ástandi enda ábyrgjumst við slíkt við afhendingu til leigutaka.

VELKOMIN Á BÚNAÐUR.IS

ÞAR SEM SUMARÆVINTÝRIÐ BYRJAR